Karlakórinn
Karlakórinn

Aðsent

Næsti grunnskóli á Ásbrú
Föstudagur 13. maí 2022 kl. 10:14

Næsti grunnskóli á Ásbrú

Næsti grunnskóli á Ásbrú.

Ásbrú er það hverfi í Reykjanesbæ sem vex hvað hraðast og talsvert hefur verið um einkafjárfestingu á svæðinu. Töluverður fjöldi íbúða hefur verið seldur til einstaklinga og fjölskyldna sem ákveðið hafa að gera hverfið að heimili sínu, auk alls þess fjölda sem kýs að leigja sín heimili af öflugum leigufélögum sem eiga margar fasteignir á svæðinu, sem vel er hugsað um. Á síðustu árum hafa margar byggingarnar verið málaðar og eða endurbættar svo ásýnd hverfisins er orðin talsvert breytt frá því sem var þegar bandaríski herinn skildi fyrst við það.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þennan sama vöxt má sjá í nemendafjölda Háaleitisskóla, eina grunnskólans á svæðinu. Skólinn, sem stofnaður var árið 2008, hefur státað af mestu fjölgun nemenda allra skóla í Reykjanesbæ um árabil. Nemendafjöldinn hefur vaxið um 332% frá árinu 2011 og taldi í árslok 2021 13% af heildarnemendafjölda sveitarfélagsins í stað 5% árið 2011. Grafið hér að neðan er tekið af Gagnatorgi Reykjanesbæjar, https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rekstur/gagnatorg

Þrátt fyrir þetta er Háaleitisskóli hýstur í einni af elstu byggingum svæðisins, sem byggð var árið 1966. Þá er skólinn staðsettur langt frá helsta byggðarkjarna hverfisins og er í raun nær iðnaðarhverfinu. Fjarlægðin kemur í veg fyrir að skólinn geti fúnkerað almennilega sem félagsmiðstöð fyrir börnin í hverfinu. Eðli málsins samkvæmt nýta því flest börn almenningssamgöngur eða eru keyrð af foreldrum til skóla. Þetta skapar talsverðan umferðarþunga á morgnana með tilheyrandi hættu. Það hjálpar heldur ekki til að götulýsing er af skornum skammti og ekki eru gangbrautir í allar áttir til og frá skólanum.

Blómstrandi byggð á Ásbrú myndi verða til hagsbóta fyrir allan Reykjanesbæ. Sveitarfélagið ætti að styðja við þann vöxt sem orðið hefur til á undanförnum árum. Næsta bæjarstjórn hefur tækifæri til að ná þessu fram með því að halda áfram með þá áætlun sem kynnt var í janúar 2020 á íbúafundi: Ásbrú til framtíðar - Framtíðarsýn til 2050 Rammaskipulag og byrja á að byggja nýjan skóla á Ásbrú eins og lagt var upp með.

Hrafnkell Hallmundsson